Icelandic Home Office – Article reporting on ICD and University of Iceland Human Rights Conference

Icelandic Home Office - April 08, 2013; Report on the conference “Human Rights Protection & International Law: The Multifaceted Dilemma of Restraining and Promoting International Interventions
  April 08th, 2013

International Conference on Human Rights and International Politics

Hvar liggja mörkin milli verndarábyrgðar og íhlutunar?

Fjallað verður um alþjóðleg viðbrögð við glæpum gegn mannúð og öðrum grimmdarverkum á ráðstefnu undir heitinu „Human Rights Protection & International Law: The Dilemma of Restraining and Promoting International Interventions“. Ráðstefnan fer fram í Norðurljósasal Hörpu í Reykjavík dagana 11.–12. apríl 2013.

Að ráðstefnunni standa innanríkisráðuneytið og Institute for Cultural Diplomacy í Berlín í samvinnu við EDDU – rannsóknarsetrið við Háskóla Íslands. Erlendir og innlendir stjórnmálamenn, fræðimenn, lögfræðingar og fulltrúar félagasamtaka munu ræða viðfangsefnið og þær pólitísku, lagalegu og siðferðilegu spurningar sem það vekur.

Sjónum verður sérstaklega beint að hugtakinu „verndarábyrgð“ („Responsibility to Protect“) frá sjónarhóli mannréttinda, alþjóðalaga og alþjóðastjórnmála. Leitað verður m.a. svara við þeirri álitaspurningu hvort og undir hvaða kringumstæðum unnt sé að réttlæta alþjóðlega íhlutun til að koma í veg fyrir eða stöðva alvarlegustu glæpi sem varða samfélag þjóðanna, eins og hópmorð, glæpi gegn mannúð og stríðsglæpi. Einnig verður sjónum beint að einstaklingsbundnum áhrifum stríðsátaka, með áherslu á konur, og enduruppbyggingarferli eftir stríð. Í því sambandi verður vísað til alþjóðlegra skuldbindinga – eins og stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og sáttmálann um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð – sem og til sögulegra og samtímalegra dæma um alvarlega glæpi gegn almennum borgurum og viðbrögð „alþjóðasamfélagsins“ við þeim.

Ráðstefnan er öllum opin.